
415.4K
Downloads
55
Episodes
Það er von eru góðgerðarsamtök sem leggja sitt af mörkum til þess að aðstoða fólk sem glímir við fíknivand. Það er von podcastið er gert með það í huga að fræða og opna umræðuna. Hvað getum við sem samfélag gert betur til að aðstoða fólk með fíknisjúkdóma og þá sem glíma við fíknivanda til að finna leiðina að batanum? Markmið okkar eru einnig að vinna á fordómum og skömm. Fíknisjúkdómur er ólæknanlegur en samt vel hægt að lifa með honum með góðu aðhaldi og aðstoð.
Episodes

Sunday Aug 15, 2021
Bjartmar hjólahvíslari
Sunday Aug 15, 2021
Sunday Aug 15, 2021
Bjartmar Leósson sem er betur þekktur sem hjólahvíslarinn er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Það er von. Hann er hvorki með fíknisjúkdóm né aðstandandi en hefur á sinn einstaka hátt nálgast okkar jaðarsettasta fólk á jafningjagrundvelli í gegnum samtöl í stað þess að finna sökudólga og vilja refsa þeim fyrir að taka reiðhjól og annað slíkt ófrjálsri hendi. Bjartmar fór að taka eftir mikilli umferð stolinna hjóla í miðbænum fyrir töluvert löngu síðan og talar hann um að það séu oftar en ekki okkar veikustu bræður og systur í samfélaginu sem eru að bjarga sér.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.