
415.4K
Downloads
55
Episodes
Það er von eru góðgerðarsamtök sem leggja sitt af mörkum til þess að aðstoða fólk sem glímir við fíknivand. Það er von podcastið er gert með það í huga að fræða og opna umræðuna. Hvað getum við sem samfélag gert betur til að aðstoða fólk með fíknisjúkdóma og þá sem glíma við fíknivanda til að finna leiðina að batanum? Markmið okkar eru einnig að vinna á fordómum og skömm. Fíknisjúkdómur er ólæknanlegur en samt vel hægt að lifa með honum með góðu aðhaldi og aðstoð.
Episodes

Saturday Apr 10, 2021
Skaðaminnkun eða meðvirkni? - Viðmælandi er Svala Jóhannesdóttir
Saturday Apr 10, 2021
Saturday Apr 10, 2021
Viðmælandi þáttarins er Svala Jóhannesdóttir sérfræðingur í skaðaminnkun.
Svala hefur starfað með heimilislausu fólki í Reykjavík og einstaklingum sem glíma við þungan vímuefnavanda í 14 ár. Hún hefur m.a. stýrt tveimur skaðaminnkunarúrræðum, Frú Ragnheiði á höfuðborgarsvæðinu og Konukoti athvarfi fyrir heimilislausar konur. Svala hefur heimsótt fjölmörg skaðaminnkandi úrræði erlendis og innleitt skaðaminnkandi inngrip hér á landi. Svala er menntuð í félagsfræði og fjölskyldumeðferðarfræði. Hún starfar í dag sjálfstætt við að veita fólki skaðaminnkandi meðferð, aðstandendum fjölskyldumeðferð og heldur námskeið og fræðslur.
Hægt er að hafa sambandi við Svölu á svala@skadaminnkandi.is.
Comments (0)
To leave or reply to comments, please download free Podbean or
No Comments
To leave or reply to comments,
please download free Podbean App.