
415.4K
Downloads
55
Episodes
Það er von eru góðgerðarsamtök sem leggja sitt af mörkum til þess að aðstoða fólk sem glímir við fíknivand. Það er von podcastið er gert með það í huga að fræða og opna umræðuna. Hvað getum við sem samfélag gert betur til að aðstoða fólk með fíknisjúkdóma og þá sem glíma við fíknivanda til að finna leiðina að batanum? Markmið okkar eru einnig að vinna á fordómum og skömm. Fíknisjúkdómur er ólæknanlegur en samt vel hægt að lifa með honum með góðu aðhaldi og aðstoð.
Episodes

Thursday Aug 26, 2021
Apple, Gunnar Diego
Thursday Aug 26, 2021
Thursday Aug 26, 2021
Viðmælandi þáttarins er Gunnar Diego, hann segir okkur frá uppvaxtar árunum þar sem hann upplifði mikið einelti. Á unglings aldrinum kynnist hann hugbreytandi efnum og segist hann ekki gera greinarmun á löglegum og ólöglegum efnum, allt sé þetta flótti. Hann segir að hann sé fixer og mixer, að hann hafi alltaf verið á flótta. Hann lýsir hvernig ástarsambönd, skyndikynni, tölvur, dagdraumar, klám og vímuefni höfðu áhrif á viðhorf sýn og gefur okkur innsýn í hugarheim sinn í gegnum tíðina. Áföllinn sem hann þræðir í gegnum í þættinum eru ótrúleg. Hugrökk tjáning

Tuesday Aug 24, 2021
Það er von - 2 ára afmælisþáttur 🤚🏻 Apple
Tuesday Aug 24, 2021
Tuesday Aug 24, 2021
Í þættinum förum við um víðan völl og tölum um allskonar tengt það er von.
Ef þú vilt styrkja það er von samtökun - Rkn 552-26-1565 og kt 5709190670
thadervon@thadervon.is

Tuesday Aug 24, 2021
Það er Von - 2 ára - Afmælisþáttur
Tuesday Aug 24, 2021
Tuesday Aug 24, 2021
Í þættinum förum við um víðan völl og tölum um allskonar tengt það er von.
Ef þú vilt styrkja það er von samtökun - Rkn 552-26-1565 og kt 5709190670
thadervon@thadervon.is

Sunday Aug 15, 2021
Bjartmar hjólahvíslari :)
Sunday Aug 15, 2021
Sunday Aug 15, 2021
Bjartmar Leósson sem er betur þekktur sem hjólahvíslarinn er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Það er von. Hann er hvorki með fíknisjúkdóm né aðstandandi en hefur á sinn einstaka hátt nálgast okkar jaðarsettasta fólk á jafningjagrundvelli í gegnum samtöl í stað þess að finna sökudólga og vilja refsa þeim fyrir að taka reiðhjól og annað slíkt ófrjálsri hendi. Bjartmar fór að taka eftir mikilli umferð stolinna hjóla í miðbænum fyrir töluvert löngu síðan og talar hann um að það séu oftar en ekki okkar veikustu bræður og systur í samfélaginu sem eru að bjarga sér.

Sunday Aug 15, 2021
Bjartmar hjólahvíslari
Sunday Aug 15, 2021
Sunday Aug 15, 2021
Bjartmar Leósson sem er betur þekktur sem hjólahvíslarinn er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Það er von. Hann er hvorki með fíknisjúkdóm né aðstandandi en hefur á sinn einstaka hátt nálgast okkar jaðarsettasta fólk á jafningjagrundvelli í gegnum samtöl í stað þess að finna sökudólga og vilja refsa þeim fyrir að taka reiðhjól og annað slíkt ófrjálsri hendi. Bjartmar fór að taka eftir mikilli umferð stolinna hjóla í miðbænum fyrir töluvert löngu síðan og talar hann um að það séu oftar en ekki okkar veikustu bræður og systur í samfélaginu sem eru að bjarga sér.

Monday Aug 09, 2021
Gunnar Reykfjörð
Monday Aug 09, 2021
Monday Aug 09, 2021
Viðmælandi þáttarins er enginn annar en Gunnar Reykfjörð, hann segir okkur frá magnaðri lífsreynslu sinni. Allt frá uppeldi yfir í hvernig neyslan þróaðist. Hann segir okkur frá atburðum í Bronx og New Jersey þar sem hann komst á kant við lögin. Þátturinn gæti valdið fíkn þannig við vörum við hlustun. Ef ykkur líkar þátturinn endilega deilið og segið frá.

Sunday Aug 08, 2021
Gunnar Reykfjörð
Sunday Aug 08, 2021
Sunday Aug 08, 2021
Viðmælandi þáttarins er enginn annar en Gunnar Reykfjörð, hann segir okkur frá magnaðri lífsreynslu sinni. Allt frá uppeldi yfir í hvernig neyslan þróaðist. Hann segir okkur frá atburðum í Bronx og New Jersey þar sem hann komst á kant við lögin. Þátturinn gæti valdið fíkn þannig við vörum við hlustun. Ef ykkur líkar þátturinn endilega deilið og segið frá.

Monday Aug 02, 2021
Saga Nazari
Monday Aug 02, 2021
Monday Aug 02, 2021
Viðmælandi þáttarins er engin önnur en Saga Nazari sem hefur verið edrú í tæp 4 ár. Hún segir okkur frá lífinu sínu sem barn. Hún talar opinskátt um ofbeldi sem hún bæði verður vitni að og verður fyrir. Hún segir okkur frá áföllunum, neyslunni og hvað varð til þess að hún varð edrú. Hún segir okkur líka frá því hvað hún er að gera í dag! Munið að deila þáttinum ef ykkur líkar hann 🥰

Sunday Jul 18, 2021
Baldur Einarsson
Sunday Jul 18, 2021
Sunday Jul 18, 2021
VIðmælandi þáttarins er Baldur Einarsson sem hefur verið edrú í 14 ár. Hann segir okkur frá lífi sínu og það er vægast sagt ótrúlegt líf. Hann meðal annars talar um það að þegar hann var 10 ára hefði hann upplifað flest allt ofbeldi sem til er í bókinni og lýsir hvernig vanlíðan hans birtist í framkomu og hvernig neyslan þróaðist. Þátturinn er pakkaður af ótrúlegum lífsreynslum Baldurs sem inniheldur meðal annars dópinnflutning, ofbeldi, morð og margt fleira.

Sunday Jul 11, 2021
Óðinn Örn - 17 ára bróðir
Sunday Jul 11, 2021
Sunday Jul 11, 2021
Í þáttinn kom hinn hugrakki Óðinn Örn, en hann deilir reynslu sinni af því að vera bróðir einstaklings sem hefur glímt við fíknisjúkdóm. Hann segir okkur hreinskilið frá sínum tilfinningum um hvernig það er að upplifa fjölskylduna þegar bróðirinn fellur ítrekað og móðirin er í meðvirkni að reyna að bjarga honum og að eiga föður sem vinnur mikið. Hann segist hafa fundið sig í ræktinni og hafi oft upplifað sig einn. Hann kom í þáttinn því hann vildi koma því á framfæri að fólk þyrfti ekki að verða eins og foreldrar sínir eða systkyni... og það er ekkert kúl við að nota fíkniefni.