
415.4K
Downloads
55
Episodes
Það er von eru góðgerðarsamtök sem leggja sitt af mörkum til þess að aðstoða fólk sem glímir við fíknivand. Það er von podcastið er gert með það í huga að fræða og opna umræðuna. Hvað getum við sem samfélag gert betur til að aðstoða fólk með fíknisjúkdóma og þá sem glíma við fíknivanda til að finna leiðina að batanum? Markmið okkar eru einnig að vinna á fordómum og skömm. Fíknisjúkdómur er ólæknanlegur en samt vel hægt að lifa með honum með góðu aðhaldi og aðstoð.
Episodes

Sunday Jul 04, 2021
Ung móðir í bata en mörg erfið verkefni
Sunday Jul 04, 2021
Sunday Jul 04, 2021
Ung móðir sem er langt gengin með sitt þriðja barn kom til okkar í hlaðvarp Það er von. Hún er aðstandandi, alin upp við mikinn alkahólisma og einnig í bata frá fíknisjúkdómi sjálf og hefur verið í rúmlega þrjú ár. Þessi unga kona er nafnlaus til þess að vernda elsta barnið sitt, sjö ára dreng.

Monday Jun 28, 2021
Hlíf Ásgeirsdóttir missti móður sína vegna lyfjaeitrunar
Monday Jun 28, 2021
Monday Jun 28, 2021
Viðmælandi þáttarins er Hlíf Ásgeirsdóttir sem er 3 barna móðir sem þrífst best í reglu og rútínu. Hún segir okkur frá því hvernig það var að alast upp sem barn alkahólista og hverskonar afleiðingar það hefur haft fyrir sig. Við tölum líka um hversu erfitt það getur verið að setja alkahólistum mörk.

Monday Jun 21, 2021
Harpa Diego
Monday Jun 21, 2021
Monday Jun 21, 2021
Viðmælandi þáttarins er engin önnur en fíkniráðgjafinn Harpa Diego. Sagan hennar er hreint út mögnuð og það er sannkallað kraftaverk að hún sé lifandi. Hún segir okkur frá lífi sínu, raunum og sigrum. Við vekjum athygli á því að þetta er ekki þáttur fyrir viðkvæma!

Monday Jun 14, 2021
Klara L - Barn alkahólista
Monday Jun 14, 2021
Monday Jun 14, 2021
Klara Lind er 19 ára stelpa sem ólst upp við ótrúlega erfiðar aðstæður þar sem báðir foreldrar hennar voru veikir af fíknisjúkdóm. Hún segir okkur frá lífsreynslu sinni. Hún er segir okkur frá því þegar hún var sett í fóstur þegar hún var í 8 bekk, hún talar um að kerfið hafi brugðist henni og hún sitji uppi með að þurfa að vinna úr erfiðum áföllum. Í dag er hún í kokkanámi og stefnir langt í lífinu, það skipti hana miklu máli að hafa eitthvað að stefna að í lífinu. Ef þér líkar þátturinn ekki hika við að deila honum ❤️

Monday Jun 07, 2021
Kara G
Monday Jun 07, 2021
Monday Jun 07, 2021
Kara var eitt sinn grjótharður pönkari sem sótti athygli sína með því að láta illa en þóttist svo ekki vilja athyglina þegar hún fékk hana. Sagan hennar leiðir okkur á hlemm og í vafasaman félagskap sem varð "la famelia". Hún talar um reiðina sem fylgdi henni eftir áföll í neyslunni og hvernig boxið ásamt kokkanámi hafi bjargað henni. Í dag er hún búin að vinna til verðlauna í boxinu og á hún nokkrar medalíur frá ólympíuleikum og heimsmeistaramóti með kokkalandsliðinu. Hún segir okkur frá óhefðbundri leið sinni til bata!

Wednesday Jun 02, 2021
Gunnar W.
Wednesday Jun 02, 2021
Wednesday Jun 02, 2021
Gunnar W. smiðakennari og þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið segir okkur frá magnaðri vegferð sinni. Hann segir okkur frá þrígreiningu sjúkdómsins andlega meinið, huglæga þráhyggjan og líkamlega ofnæmið. Hann lýsir tengingu sinni við hugbreytandi efni og hvernig sú tenging þróaðist og varð til algjörar uppgjafar. Hann segir okkur frá sjálfum sér með kómískum hætti þegar hann fór sérleiðir og hvert það skilaði honum. Að lokum segir hann okkur frá vitundarsambandi sínu við æðri mátt/guð og lífsreynslu sem breytti honum varanlega á hugleiðslufundi. Ekki láta þennan þátt framhjá þér fara!
- Trigger warning - Sumir kaflar þáttarins gætu hugsanlega valdið váhrifum/fíkn

Wednesday May 26, 2021
Biggi Lögga
Wednesday May 26, 2021
Wednesday May 26, 2021
Viðmælandi þáttarinns er enginn annar en Biggi lögga. Í þættinum ræðum við viðmót lögreglunnar gagnvart fólki með fíknivanda, hversu stór partur af starfi lögreglu fer í að takast á við veikt fólk. Við tölum um úrræðaleysið sem lögreglan glímir við úrlausn mála þar sem veikt fólk þarf sýnilega aðstoð og hvernig kerfið virðist bregðast fólki. Við tölum um afglæpavæðingu sem og allskonar forvarnir. Ef ykkur líkar þátturinn endilega deilið honum með fólki ❤️

Wednesday May 19, 2021
"Hamingjusama hóran er ekki til" - Áslaug Júlíusdóttir
Wednesday May 19, 2021
Wednesday May 19, 2021
Áslaug Júlíusdóttir er viðmælandi þáttarins, hún er 28 ára einstæð móðir, hún segir okkur frá ótrúlegu lífsreynslu sinni sem bæði aðstandandi og síðar meir sem alkahólisti. Lífsreynsla hennar spannar frá því að reyna að semja um skuldir bróður síns yfir í að veita fylgdarþjónustu í Bandaríkjunum, hún vill meina að það sé ekki til hamingjusöm hóra.

Tuesday May 11, 2021
Hafþór Orri aka. Blaffi
Tuesday May 11, 2021
Tuesday May 11, 2021
Hafþór Orri aka. Blaffi segir okkur frá lífinu sínu, hvernig hann átti ekki séns í alkahólismann, hann segir okkur frá uppeldinu og hvernig hann viðsnúningurinn varð í hans lífi. Hann segir okkur frá erfiðu tilfinningum að missa nákomna og hvernig hann hefur lært að fyrirgefa og sleppa takinu á gremju! Spjallið er vægast sagt skemmtilegt og mælum við með að deila því með sem flestum!

Tuesday May 04, 2021
Aðstandandi sem varð sérfræðingur - Guðrún Ágústsdóttir
Tuesday May 04, 2021
Tuesday May 04, 2021
Í podcast þættinum segir hún Guðrún okkur frá erfiðari æsku sinni og hvernig það var að alast upp sem barn alkahólista. Hún segir okkur frá því hvernig lífsreynsla hennar hefur aukið getu hennar til að setja sig í spor ungmenna sem eru farin að sýna áhættuhegðun. Hún er sérfræðingur í málefnum ungmenna og segir okkur frá þeirri þróun sem hún hefur orðið var við! Endilega ef þér líkar þátturinn ekki gleyma að deila honum og setja like á hann!