
415.4K
Downloads
55
Episodes
Það er von eru góðgerðarsamtök sem leggja sitt af mörkum til þess að aðstoða fólk sem glímir við fíknivand. Það er von podcastið er gert með það í huga að fræða og opna umræðuna. Hvað getum við sem samfélag gert betur til að aðstoða fólk með fíknisjúkdóma og þá sem glíma við fíknivanda til að finna leiðina að batanum? Markmið okkar eru einnig að vinna á fordómum og skömm. Fíknisjúkdómur er ólæknanlegur en samt vel hægt að lifa með honum með góðu aðhaldi og aðstoð.
Episodes

Thursday Apr 29, 2021
Saga móður - Aðstandandi
Thursday Apr 29, 2021
Thursday Apr 29, 2021
Í þáttinn kom til okkar hún Inda Björk sem segir okkur frá því hvernig það er að vera margfaldur aðstandandi og lýsir hvernig meðvirkni hefur heltekið hana á köflum. Inda er ótrúlega hugrökk í tjáningu sinni og segir okkur frá erfiðum tilfinningum sem hún upplifði á meðan sonur hennar þjáðist að völdum fíknisjúkdóms.

Friday Apr 23, 2021
Birgir R. Benedikts
Friday Apr 23, 2021
Friday Apr 23, 2021
Birgir segir okkur frá lífshlaupi sínu. Hann talar um að alveg frá upphafi hafi hann verið til vandræða. Hann segir okkur frá djamminu og ítrekuðum meðferðum, hann talar um hlutina af miklum heiðarleika og segir okkur frá uppbyggingunni og sjálfsvinnunni sem hann hefur verið að vinna síðan hann varð edrú! Hann opnar sig um að hafa leitað til Bjarkahlíðar og síðar Drekaslóðar og segir að það eigi ekki að vera tabú að menn/strákar lendi í líka í áföllum. Munið að like'a og deila þættinum ef ykkur líkar hann ❤️

Friday Apr 16, 2021
Umræður um Only-Fans
Friday Apr 16, 2021
Friday Apr 16, 2021
Í þættinum ræða Hlynur og Tinna um Only-Fans. Only-Fans er eldfimt umræðuefni og mikið rætt þessa dagana. Við ákváðum að ræða málin út frá öðrum sjónarhornum en hafa verið tekin hingað til.

Saturday Apr 10, 2021
Skaðaminnkun eða meðvirkni? - Viðmælandi er Svala Jóhannesdóttir
Saturday Apr 10, 2021
Saturday Apr 10, 2021
Viðmælandi þáttarins er Svala Jóhannesdóttir sérfræðingur í skaðaminnkun.
Svala hefur starfað með heimilislausu fólki í Reykjavík og einstaklingum sem glíma við þungan vímuefnavanda í 14 ár. Hún hefur m.a. stýrt tveimur skaðaminnkunarúrræðum, Frú Ragnheiði á höfuðborgarsvæðinu og Konukoti athvarfi fyrir heimilislausar konur. Svala hefur heimsótt fjölmörg skaðaminnkandi úrræði erlendis og innleitt skaðaminnkandi inngrip hér á landi. Svala er menntuð í félagsfræði og fjölskyldumeðferðarfræði. Hún starfar í dag sjálfstætt við að veita fólki skaðaminnkandi meðferð, aðstandendum fjölskyldumeðferð og heldur námskeið og fræðslur.
Hægt er að hafa sambandi við Svölu á svala@skadaminnkandi.is.

Thursday Apr 08, 2021
Guðmundur Ingi - Formaður Afstöðu
Thursday Apr 08, 2021
Thursday Apr 08, 2021
Guðmundur segir okkur frá stöðunni í fangelsum Íslands, neyslunni, áhrif stefnubreytinga á neyslumynstur í fangelsum, allskyns ótrúlega staðreyndir um erlenda dómþola og hvernig afplánun þeirra er styttri. VIð tölum líka við Guðmund um hans persónulegu reynslu og hvaða úrræði hann myndi vilja sjá ef hann hefði völd dómsmálaráðherrra. Við spurðum hann allskonar spurningum enda ekki oft sem maður hittir menn með eins víðamikla þekkingu á fangelsismálum landsins.

Sunday Apr 04, 2021
Dagbjört Rúriks - 16 mánuðir edrú
Sunday Apr 04, 2021
Sunday Apr 04, 2021
Dagbjört Rúriks sem fer undir listamannanafninu Día spjallaði við okkur um vegferð sína í þessu lífi. Hún er sannkallaður sólargeisli og lýsti upp stúdíoið okkar með nærveru sinni. Það er mikið hlegið í þessum þætti. Njótið vel!

Wednesday Mar 31, 2021
Gunni The Gunman
Wednesday Mar 31, 2021
Wednesday Mar 31, 2021
Fitness kongurinn sem hefur aldrei prófað stera segir okkur aðeins um edrúmennskuna sína, hvað hann gerði til að vera edrú og hvað hann hefur lært á leiðinni í þessu 14 ára ferðalagi sínu!

Sunday Mar 14, 2021
Leiðari - Hlynur Kristinn Rúnarsson og Tinna Guðrún
Sunday Mar 14, 2021
Sunday Mar 14, 2021
Í þættinum fer Hlynur djúpt í að kryfja andlega meinið sem hann upplifði sig þurfa að deyfa. Hann leiðir okkur í gegnum lífshlaupið sitt og hvað hann hefur gert til þess að ná á þann stað sem hann er á í dag. Við endilega láttu okkur vita ef þú veist um einhvern sem vill leiða podcast þátt með okkur! Berum út boðskapinn því það er von!

Sunday Dec 13, 2020
Að fara í fíkn og starfsemi það er von
Sunday Dec 13, 2020
Sunday Dec 13, 2020
Hvað er fíkn? Hvað er að fara í fíkn?
Hvað er það er von að gera? Hvaða þjónustu býður það er von uppá?

Sunday Dec 06, 2020
Skömm, sektarkennd og fyrirgefning
Sunday Dec 06, 2020
Sunday Dec 06, 2020
Tinna og Hlynur ræða um hver munurinn er á skömm og sektarkennd. Hvernig á að fyrirgefa og hvernig á að biðjast afsökunar.
Það er von
Thadervon.is
Thadervon@thadervon.is